Mannauðsstjóri SÆKJA UM
Skrifstofa Í-MAT
Í-MAT
6 Jul 2025
Í-MAT er ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í hollum, heimilislegum hádegismat fyrir fyrirtæki og skóla á höfuðborgarsvæðinu. Við leitum nú að drífandi og metnaðarfullum mannauðsstjóra sem vill leiða mannauðsmál hjá fyrirtækinu.
Um starfið
Sem mannauðsstjóri Í-MAT munt þú leiða alla þætti mannauðsstefnu okkar – frá ráðningum og móttöku nýliða til þróunar starfsfólks, stuðnings við stjórnendur og eflingar á jákvæðri vinnustaðamenningu.
Helstu verkefni
- Skipuleggja og leiða ráðningarferli og innleiðingu nýrra starfsmanna
- Móta og innleiða stefnu í mannauðsmálum og starfsþróun
- Sinna kjaramálum, fjarvistarskráningu og tengslum við launadeild
- Þróa jákvæða og heilbrigða vinnustaðamenningu
Við leitum að manneskju sem
- Hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. mannauðsstjórnun, sálfræði eða sambærileg menntun)
- Hefur reynslu af mannauðsmálum (kostur)
- Er skipulögð, lausnamiðuð og með hæfni til að leiða breytingar
- Hefur áhuga á heilsu, fólki og bættri líðan á vinnustað
Við bjóðum þér
- Hlýlegt og metnaðarfullt starfsumhverfi
- Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á stefnu og velferð starfsfólks
- Sveigjanleika og stuðning í starfi
- Góð laun og heilsusamlegan hádegismat daglega
Umsóknarfrestur og ferli
Sendu umsókn fyrir 07.07.2025 og ferilskrá hér að neðan, allar helstu upplýsingar veitir elin@imat.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.